miðvikudagur, október 19

dreams can come true.....

og......
ég er komin "heim".
Heim er orðið afstætt hugtak þar sem að the saying home is where the heart is hefur oftast átt
ágætlega við mig.....það á líka við núna.....

ég var að upplifa fallegustu sex daga lífsins míns....

ég vissi ekki að svona hlutir væru til....bíómynd smíómynd, mín ferð var betri en nokkur kvikmynd....

ég skil núna hvað allir íslendingar eru að gaspra um að danmörk sé svo dejlig fordi det er hun svo sannlig!
ég verslaði mér EKKI neitt (gasp) !!

ég á eitthvað erfitt með að segja frá ferðinni minni; eins og um leið og ég segi frá henni þá hættir hún að vera til og sérstök...

í ferðinni minni fékk ég.....:

*morgunmat í rúmið
*kertaljós og 10 bleikar rósir
*piknik á strönd
*göngutúr með rauðvín í tungsskininu
*roadtrip til Svíþjóðar
*nudd með olíu og tilheyrandi
*hjólaferð um köben
*sleik neðanjarðar í gömlum vatnstanki
*tapas og rauðvín eldað af prins
*..............................................
it goes on and on and on...
hver dagur var hinum betri...

það var mikið hlegið, kysst, kelað, borðað,hjólað, sötrað, hangið, starað í augu. göngutúrast,talað, borðað og kúrt,kysst,kelað,kysst,kelað,kúrt....
eitt fyndið atvik var m.a. þegar ég var nett að klæmast við fallega manninn og hann reyndi á fullu að gefa mér merki um að íslendingar sátu við hliðana á okkur..þeir voru einnig farnir að gjóa augum...ég fattaði ekki neitt, ég var bara í útlöndum!

við fórum á bar í gær og reyktum úr svona tyrkneskri lísu í undralandi pípu...mjög gaman, mæli eindregið með eplatóbaki, það alveg slær í gegn! pípan er hér með komin á jólalistann, ættingjar góðir.

fallegi strákurinn er prins.
til að fá nánari lýsingar þarf að splæsa í kaffibollann og mæta með logsuðugrímuna því að varminn frá mér að að ná að kljúfa kjarnorku....

samt er ég bara eitthvað hálf akkúrat núna.... skrýtið að vera bara komin heim og fara að sofa og enginn fallegur strákur við hliðana á mér að kúra....það verður eflaust undarlegra að vakna við það að vera að slefa á koddann og faðma sængina...

stelpur, strákarnir sem við leitum að eru í kaupmannahöfn, það eru hreinar og beinar línur.
fallegi prinsinn á vini á lausu.... eða einnig má hanga á kaffihúsum borgarinnar og dást að dönskum dúddum, það er fínt útsýni...

ég verð bara að fara að sofa og halda þessum draumi áfram...ég er ekki tilbúin í veruleikann hérna heima á íslandinu....ekki mikið meira sem ég get sagt að svo stöddu...nema kannski

ÉG HLAKKA TIL JÓLANNA :)

tjátjá
siggadögg
-sem fann prinsinn-

1 ummæli:

Sunna sagði...

Ohhh.. en frábært elsku Siggi, sjisse!!!
love love.. það skýn frá þér babes. Mikið hefur þetta verið frábær ferð. Nú eru það bara jólin svo páskaferð og svo kemur sumarið. Er það ekki??